Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 14:39 Allir stjórnarmenn Rithöfundasambandsins fengu listamannalaun í heilt ár. vísir Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38