Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum!
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar