Hver borgar reikninginn? Snær Snæbjörnsson skrifar 22. febrúar 2016 13:10 „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun