Hver borgar reikninginn? Snær Snæbjörnsson skrifar 22. febrúar 2016 13:10 „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun