Hópmeðferðir í heilsugæslu Teitur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2016 13:02 Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun