Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björn B. Björnsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun