Spáir því að norskur kvenboxari verði eins stór og Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 14:30 Cecilia Brækhus. Vísir/Getty Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty
Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira