Embættismenn í raun æviráðnir með broti á auglýsingaskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2016 19:00 Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Sjá meira