Embættismenn í raun æviráðnir með broti á auglýsingaskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2016 19:00 Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira