Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í úrslitaleiknum sem fór fram í Egilshöll í kvöld, 1-0.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 59. mínútu en hún sneri aftur til Vals í haust úr atvinnumennsku.
Fylkir vann KR í undanúrslitunum, 3-1, fyrr í þessum mánuði og Valur hafði þá betur gegn HK/Víkingi, 9-0. Bæði Valur og Fylkir höfðu mikla yfirburði í sínum riðlum í mótinu.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
