Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 10:23 Einvígis þeirra Sanders og Clinton var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51
Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00