Ferðaþjónusta í hvað örustum vexti á Íslandi og í Króatíu ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 10:45 Darren Huston segir ferðaþjónustu vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðslu í heiminum. vísir/stefán „Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira