Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen var enn af markaskorurum HK í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik B-deildar Fótbolti.net mótsins.
Bæði liðin spila í 1. deildinni í sumar en Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni og það dugði Keflavíkurliðinu því ekki að vera á heimavelli í kvöld.
Öll mörk HK-liðsins komu í seinni hálfleiknum og skoraði Hákon Ingi Jónsson það fyrsta á 54. mínútu. Hákon Ingi kom til HK frá Fylki.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK í 2-0 á 58. mínútu og Ísak Óli Helgason innsiglaði síðan sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok.
Sveinn Aron Guðjohnsen er fæddur árið 1998 og verður því átján ára á þessu tímabili. Hann skoraði líka í 2-1 sigri á Aftureldingu í riðlakeppninni.
Ísak Óli Helgason er líka fæddur árið 1988 og það er því gaman fyrir HK-inga að sjá þessa ungu leikmenn félagsins komast á blað í úrslitaleik. Reynir Leósson, þjálfari liðsins, ætlar greinilega að gefa þessum efnilegu knattspyrnumönnum tækifæri í ár.
Sonur Eiðs Smára skoraði í kvöld þegar HK vann úrslitaleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn