Sakar Birgittu um að ausa þingmenn auri og lygum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:44 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17