"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:17 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira