Ríkisstjórn með lýðheilsu eða á móti? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun