Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Brown gengur brosandi af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í fjórða leikhluta. Vísir/Getty Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira