Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Brown gengur brosandi af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í fjórða leikhluta. Vísir/Getty Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira