Hann breytti embættinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun