Viðskipti innlent

WOW air hefur flug til Frankfurt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flogið verður sex sinnum í viku allan ársins hring.
Flogið verður sex sinnum í viku allan ársins hring. vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air mun hefja áætlunarflug til Frankfurt hinn 2.júní næstkomandi. Flogið verður sex sinnum í viku allan ársins hring. Tvö önnur flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til þýsku borgarinnar, en það er Icelandair og Lufthansa.

 Flogið verður til Frankfurt am Main flugvallar (FRA) en hann er þekktur tengiflugvöllur og stutt er til flestra borga í Evrópu og mikið um bein flug til Miðausturlanda og Asíu.

Í tilkynningu frá WOW air segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, það heiður að hafa komist að hjá Frankfurt flugvelli, þar sem hann sé einn sá stærsti í heimi.

„Frankfurt er mikil fjármálamiðstöð og er þar mikil eftirspurn eftir flugi til Bandaríkjanna og Kanada. Ísland hefur ávallt verið gífurlega vinsæll áfangastaður meðal þýskra ferðamanna og nú er hægt að bjóða Þjóðverjum sem eru búsettir í Suður-Þýskalandi upp á hagstæð verð til Íslands og yfir hafið til Norður-Ameríku“, segir Skúli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×