Rafrettur – úlfur í sauðargæru? Læknar skrifar 7. janúar 2016 07:00 Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Rafrettur Tómas Guðbjartsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun