Rýrari framhaldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun