Kemur þúsundasta stig Jón Arnórs gegn Hollendingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Búast má við því að Jón Arnór setji niður þúsundasta stigið í öðrum hvorum leiknum gegn Hollandi. Fréttablaðið/Anton Brink Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30
Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00