Hvað einkennir góðan yfirmann? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um vanhæfa yfirmenn á sviði samskiptamála og einnig yfirmenn sem leggja starfsmenn sína í einelti. Þann, sem misnotar vald sitt í yfirmannsstöðu, skortir án efa leiðtogahæfileika. Hann er heldur ekki alltaf heiðarlegur og réttsýnn. Hann baktalar jafnvel starfsfólk og leggur á ráðin baksviðs. Hann á það til að halda upplýsingum frá starfsfólki. Þessi yfirmaður lætur sér líðan starfsfólks oft í léttu rúmi liggja. Hann hefur sveiflukenndan stjórnunarstíl og er óútreiknanlegur í skapi. En hvað er það þá sem einkennir góðan yfirmann? Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu og að þeir hafi hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Sé yfirmaðurinn góður leiðtogi langar starfsfólk alla jafnan að leggja sig fram, sjálfs síns vegna og vinnustaðarins. Metnaður yfirmannsins ætti að smitast auðveldlega yfir til starfsmannanna, líði þeim vel í vinnunni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Hann er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður yfirmaður veit að öll vandamál leysast ekki af sjálfu sér. Hann hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun og skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti sér. Yfirmaður sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er m.a. viðhaldið með því að skapa vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf um hvernig almenn starfsánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum. Nefna má hið hefðbundna:StarfsmannaviðtölSkýrar starfslýsingarStarfsánægjukannanirReglulegir starfsmannafundir Það þarf ekki að kosta mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft. Helst er að marka svörin séu þau nafnlaus:Hvernig líður þér með yfirmanninn?Kostir og gallar yfirmannsins?Hvernig líður þér í vinnunni?Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á vinnustaðnum?Hvað er það helst sem þú myndir vilja að breyttist á vinnustaðnum? Öll erum við breysk og áður en ævinni lýkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni sýnum við neikvæða hegðun og framkomu. Það er mikilvægt þegar talað er um neikvæða framkomu fólks að gera alltaf ráð fyrir að það sé að þroskast og læra nýja hluti og geti þar af leiðandi bætt sig á þessu sviði sem öðru. Það krefst vissulega innsæis að geta horft á sjálfan sig með gagnrýnum hætti og axlað ábyrgð á eigin hegðun. Yfirmenn, eins og allir aðrir verða að geta sett sig í spor starfsmanna sinna. Einnig er gott viðmið að spyrja sig hvernig maður vill að aðrir komi fram við sig. Sé þeim þetta gefið, geta þeir tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta framkomu sinni, taka upp nýjan samskiptastíl, þar með talinn nýjan og bættan stjórnunarstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um vanhæfa yfirmenn á sviði samskiptamála og einnig yfirmenn sem leggja starfsmenn sína í einelti. Þann, sem misnotar vald sitt í yfirmannsstöðu, skortir án efa leiðtogahæfileika. Hann er heldur ekki alltaf heiðarlegur og réttsýnn. Hann baktalar jafnvel starfsfólk og leggur á ráðin baksviðs. Hann á það til að halda upplýsingum frá starfsfólki. Þessi yfirmaður lætur sér líðan starfsfólks oft í léttu rúmi liggja. Hann hefur sveiflukenndan stjórnunarstíl og er óútreiknanlegur í skapi. En hvað er það þá sem einkennir góðan yfirmann? Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu og að þeir hafi hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Sé yfirmaðurinn góður leiðtogi langar starfsfólk alla jafnan að leggja sig fram, sjálfs síns vegna og vinnustaðarins. Metnaður yfirmannsins ætti að smitast auðveldlega yfir til starfsmannanna, líði þeim vel í vinnunni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Hann er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður yfirmaður veit að öll vandamál leysast ekki af sjálfu sér. Hann hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun og skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti sér. Yfirmaður sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er m.a. viðhaldið með því að skapa vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf um hvernig almenn starfsánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum. Nefna má hið hefðbundna:StarfsmannaviðtölSkýrar starfslýsingarStarfsánægjukannanirReglulegir starfsmannafundir Það þarf ekki að kosta mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft. Helst er að marka svörin séu þau nafnlaus:Hvernig líður þér með yfirmanninn?Kostir og gallar yfirmannsins?Hvernig líður þér í vinnunni?Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á vinnustaðnum?Hvað er það helst sem þú myndir vilja að breyttist á vinnustaðnum? Öll erum við breysk og áður en ævinni lýkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni sýnum við neikvæða hegðun og framkomu. Það er mikilvægt þegar talað er um neikvæða framkomu fólks að gera alltaf ráð fyrir að það sé að þroskast og læra nýja hluti og geti þar af leiðandi bætt sig á þessu sviði sem öðru. Það krefst vissulega innsæis að geta horft á sjálfan sig með gagnrýnum hætti og axlað ábyrgð á eigin hegðun. Yfirmenn, eins og allir aðrir verða að geta sett sig í spor starfsmanna sinna. Einnig er gott viðmið að spyrja sig hvernig maður vill að aðrir komi fram við sig. Sé þeim þetta gefið, geta þeir tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta framkomu sinni, taka upp nýjan samskiptastíl, þar með talinn nýjan og bættan stjórnunarstíl.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar