Þegar yfirmaður er gerandi eineltis Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2015 09:00 Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun