Gunnar Nelson, fegurðin og kappið Bjarni Karlsson skrifar 15. júlí 2015 09:15 Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar