Rauðvín er ekki grennandi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun