Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 07:00 Þorvaldur Árni féll tvisvar á lyfjaprófi á rúmu einu ári. Mynd/Hestafréttir Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra. Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra.
Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06