Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 07:00 Þorvaldur Árni féll tvisvar á lyfjaprófi á rúmu einu ári. Mynd/Hestafréttir Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra. Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra.
Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti