Starfsmenn FME ánægðari en áður Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 08:00 Á ársfundi Unnur Gunnarsdóttir ræddi starfsmannamál FME á fundi stofnunarinnar. fréttablaðið/pjetur Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur. Alþingi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur.
Alþingi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira