Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2025 11:13 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kostnaður ríkisins vegna söluferlisins skiptist í þrennt: umsjónarþóknun, söluþóknun og annan kostnað. Um útboðið segir að það hafi farið fram í maí síðastliðnum þar sem eftirstandandi 45,2 prósenta eignarhlutur ríkisins hafi verið seldur. Útboðið hafi verið haldið í samræmi við lög þar um með það að markmiði að tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræði í útboðsferlinu. „Umsjónarþóknun var 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og var fest í samning við ráðningu umsjónaraðila í ágúst 2024. Þóknunin skiptist jafnt á milli Barclays, Citigroup Global Markets Europe AG og Kviku. Söluþóknun var einnig 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og rann til allra tíu söluráðgjafa sem ráðnir voru.Upphæð söluþóknunar var ákveðin í 4. gr. laga nr. 80/2024 um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.“ Í tilkynningunni segir að í anda jafnræðis og hlutlægni hafi verið ákveðið að byggja söluþóknun á innsendum tilboðum frekar en seldum hlutabréfum, að teknu tilliti til markaðsþreifinga. Skiptingin var eftirfarandi: ABN Amro 6.517 þ.kr. Arctic Securities 32.868 þ.kr. Arctica Finance 63.621 þ.kr. Arion banki 102.981 þ.kr. Barclays 87.370 þ.kr. Citi 97.555 þ.kr. JP Morgan 15.992 þ.kr. Kvika banki 182.079 þ.kr. Landsbankinn 82.540 þ.kr. UBS Europe SE 7.797 þ.kr. Undir annan kostnað fellur svo lögfræðikostnaður, kostnaður við endurskoðendur, fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna kynningar á útboði, almennur kostnaður við útboðið og útlagður kostnaður söluaðila. Í ráðningarsamningi við söluaðila var kveðið á um að söluaðilar gætu fengið útlagaðan kostnað greiddann af seljanda. Stærsti liðurinn í útlögðum kostnaði söluaðila snýr að sérhæfðum hugbúnaði fyrir útboð. Kvika lagði út fyrir ýmsum kostnaði sem viðkemur skráningu í kauphöll. ABN Amro útl. kostn. 1.854 þ.kr. Arctic Securities útl. kostn. 1.508 þ.kr. Citi útl. kostn. 2.215 þ.kr. JP Morgan útl.kostn 2.812 þ.kr. Kvika útl. kostn. 25.851 þ.kr. BBA Fjeldco og Milbank þjónustuðu seljanda. Logos og White&Case þjónustuðu umsjónaraðila. Lögfræðikostnaður var eftirfarandi: LOGOS slf. 31.416 þ.kr. Milbank 124.584 þ.kr. White&Case 101.959 þ.kr. BBA Fjeldco ehf. 74.379 þ.kr. Aton veitti seljanda þjónustu vegna kynningarmála. Ratsjá var milliliður á milli auglýsenda og seljanda. Aton ehf. 30.713 þ.kr. Ratsjá ehf. 13.174 þ.kr. Landsbankinn var fjármálaráðgjafi seljanda. Landsbankinn hf. ráðgj. 120.280 þ.kr. Fjármálaeftirlit Seðlabankans las yfir útboðsskjöl og Íslandsbanki og seljandi skiptu með sér endurskoðunar-, og lögfræðikostnað sem féll til vegna útboðslýsingar. Seðlabanki Íslands 3.863 þ.kr. Íslandsbanki hf. 120.815 þ.kr. Hófst haustið 2024 Um útboðið segir að hafa verði í huga að söluferlið hafi hafist haustið 2024 en var svo aflýst með stuttum fyrirvara. Um það bil helmingur þess sem fellur undir annan kostnað sé tilkomið vegna undirbúnings og aflýsingar það ár. „Hér fylgir samantekt yfir allar þrjár sölurnar sem ríkið hefur staðið fyrir á hlut sínum í Íslandsbanka. Fyrri tvær sölurnar voru framkvæmdar af Bankasýslu ríkisins (BR) en síðasta salan af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ef kostnaður sem greiddur var vegna hins aflýsta útboðs árið 2024 er dreginn frá lækkar hlutfall kostnaðar við útboðið 2025 í 1,9%.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kostnaður ríkisins vegna söluferlisins skiptist í þrennt: umsjónarþóknun, söluþóknun og annan kostnað. Um útboðið segir að það hafi farið fram í maí síðastliðnum þar sem eftirstandandi 45,2 prósenta eignarhlutur ríkisins hafi verið seldur. Útboðið hafi verið haldið í samræmi við lög þar um með það að markmiði að tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræði í útboðsferlinu. „Umsjónarþóknun var 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og var fest í samning við ráðningu umsjónaraðila í ágúst 2024. Þóknunin skiptist jafnt á milli Barclays, Citigroup Global Markets Europe AG og Kviku. Söluþóknun var einnig 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og rann til allra tíu söluráðgjafa sem ráðnir voru.Upphæð söluþóknunar var ákveðin í 4. gr. laga nr. 80/2024 um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.“ Í tilkynningunni segir að í anda jafnræðis og hlutlægni hafi verið ákveðið að byggja söluþóknun á innsendum tilboðum frekar en seldum hlutabréfum, að teknu tilliti til markaðsþreifinga. Skiptingin var eftirfarandi: ABN Amro 6.517 þ.kr. Arctic Securities 32.868 þ.kr. Arctica Finance 63.621 þ.kr. Arion banki 102.981 þ.kr. Barclays 87.370 þ.kr. Citi 97.555 þ.kr. JP Morgan 15.992 þ.kr. Kvika banki 182.079 þ.kr. Landsbankinn 82.540 þ.kr. UBS Europe SE 7.797 þ.kr. Undir annan kostnað fellur svo lögfræðikostnaður, kostnaður við endurskoðendur, fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna kynningar á útboði, almennur kostnaður við útboðið og útlagður kostnaður söluaðila. Í ráðningarsamningi við söluaðila var kveðið á um að söluaðilar gætu fengið útlagaðan kostnað greiddann af seljanda. Stærsti liðurinn í útlögðum kostnaði söluaðila snýr að sérhæfðum hugbúnaði fyrir útboð. Kvika lagði út fyrir ýmsum kostnaði sem viðkemur skráningu í kauphöll. ABN Amro útl. kostn. 1.854 þ.kr. Arctic Securities útl. kostn. 1.508 þ.kr. Citi útl. kostn. 2.215 þ.kr. JP Morgan útl.kostn 2.812 þ.kr. Kvika útl. kostn. 25.851 þ.kr. BBA Fjeldco og Milbank þjónustuðu seljanda. Logos og White&Case þjónustuðu umsjónaraðila. Lögfræðikostnaður var eftirfarandi: LOGOS slf. 31.416 þ.kr. Milbank 124.584 þ.kr. White&Case 101.959 þ.kr. BBA Fjeldco ehf. 74.379 þ.kr. Aton veitti seljanda þjónustu vegna kynningarmála. Ratsjá var milliliður á milli auglýsenda og seljanda. Aton ehf. 30.713 þ.kr. Ratsjá ehf. 13.174 þ.kr. Landsbankinn var fjármálaráðgjafi seljanda. Landsbankinn hf. ráðgj. 120.280 þ.kr. Fjármálaeftirlit Seðlabankans las yfir útboðsskjöl og Íslandsbanki og seljandi skiptu með sér endurskoðunar-, og lögfræðikostnað sem féll til vegna útboðslýsingar. Seðlabanki Íslands 3.863 þ.kr. Íslandsbanki hf. 120.815 þ.kr. Hófst haustið 2024 Um útboðið segir að hafa verði í huga að söluferlið hafi hafist haustið 2024 en var svo aflýst með stuttum fyrirvara. Um það bil helmingur þess sem fellur undir annan kostnað sé tilkomið vegna undirbúnings og aflýsingar það ár. „Hér fylgir samantekt yfir allar þrjár sölurnar sem ríkið hefur staðið fyrir á hlut sínum í Íslandsbanka. Fyrri tvær sölurnar voru framkvæmdar af Bankasýslu ríkisins (BR) en síðasta salan af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ef kostnaður sem greiddur var vegna hins aflýsta útboðs árið 2024 er dreginn frá lækkar hlutfall kostnaðar við útboðið 2025 í 1,9%.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira