Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Guðríður Arnardóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun