Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 08:00 Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. fréttablaðið/stefán Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa. Alþingi Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa.
Alþingi Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira