Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 07:49 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni. Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni.
Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28