Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 15:15 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton Brink Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins var jákvæð um 599 milljónir en gert hafði verið ráð fyrir rekstrarhalla upp á 228 milljónir króna. Afkoma bæjarins er því betri en áætlað hafði verið um sem nemur 827 milljónum króna. Í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn segir að Kópavogsbær sé í úthlutun á nýjum lóðum í efri byggðum Kópavogs og gert sé ráð fyrir að byggingarframkvæmdir fari að hefjast. Lóðaúthlutun fari fram í nokkrum hlutum og áhrif hennar komi að hluta til fram í uppgjörinu. Fjármagnsliðir hafi neikvæð áhrif á uppgjör en verðbólga og vextir séu heldur hærri en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun bæjarins. „Rekstur Kópavogsbæjar er áfram sterkur þrátt fyrir þráláta verðbólgu og háa vexti. Afkoman er 830 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri sé rúmlega 1,7 milljarður króna og endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur á fyrstu sex mánuðum ársins til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Heildarskuldir að undanskildum reiknuðum lífeyrisskuldbindingum eru að lækka um 120 milljónir króna þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Á föstu verðlagi eru heildarskuldir að lækka. Ráðist var í hagræðingaraðgerðir fyrr á árinu til að mæta kjarasamningum og munu þær skila sér af meiri þunga á síðari hluta ársins. Mikilvægt er að standa vörð um grunnþjónustu bæjarins og mun það takast með ábyrgri og góðri fjármálastjórn,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Mikil sveifla á A-hluta Samkvæmt uppgjörinu sé rekstrarniðurstaða A-hluta, þess hluta rekstursins sem rekinn er fyrir skattfé, jákvæð um 276 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2025 en áætlun hafi gert ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 304 milljónir króna. Í sögulegu samhengi falli 47 til 49 prósent af skatttekjum bæjarins til á fyrri helmingi ársins og 51 til 53 prósent á þeim seinni. Veltufé frá rekstri samstæðu sé rúmlega 1,7 milljarðar en framlegð samstæðu tæplega 4,1 milljarður á tímabilinu, eða 13,5 prósent af tekjum samstæðunnar, en 3,2 milljarðar og 10,7 prósent ef framlag til lífeyrisskuldbindinga er talið með sem breytilegur kostnaður. Vextir hærri og verðbólga meiri en gert var ráð fyrir Vextir séu hærri og verðbólga meiri en gert hefði verið ráð fyrir á fyrri hluta árs og innborganir á viðskiptakröfur hafi dregist meira en áætlað var. Því séu fjármagnsgjöld samstæðunnar 380 milljónum króna hærri en áætlað hafði verið. Á móti komi að bærinn hafi úthlutað byggingarlóðum á árinu 2025 og tekið sé tillit til þess í uppgjörinu. Lóðagjöld að fjárhæð 1,3 milljarðar króna séu tekjufærð en það sé tekjufærsla vegna úthlutaðra lóða þar sem búið er að þinglýsa lóðaleigusamningum og lóðin þar með komin á nafn nýs lóðarhafa. Heildarskuldir lækka Stofnfjárfestingar á tímabilinu hafi verið um 4,4 milljarðar og þar muni mestu um byggingu nýs Barnaskóla Kársness, sem hafi tekið til starfa í upphafi vikunnar. Heildarskuldir samstæðunnar hækki um 314 milljónir króna á tímabilinu, en þar af hækki reiknuð lífeyrisskuldbinding um rúmar 430 milljónir króna. Heildarskuldir samstæðunnar séu því að lækka á föstu verðlagi. Árshlutareikningurinn sem nær yfir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 sé óendurskoðaður og ókannaður en gerður í samræmi við lög og reglugerðir, en þó þannig að ekki séu samdar sérstakar skýringar við hann aðrar en samandregin greinargerð. Árshlutareikningurinn sé notaður til að kanna hvernig rekstur hafi þróast á árinu og hann myndi grunn að útkomuspá bæjarins fyrir árið 2025, sem sé grunnur að fjárhagsáætlun næsta árs. Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn segir að Kópavogsbær sé í úthlutun á nýjum lóðum í efri byggðum Kópavogs og gert sé ráð fyrir að byggingarframkvæmdir fari að hefjast. Lóðaúthlutun fari fram í nokkrum hlutum og áhrif hennar komi að hluta til fram í uppgjörinu. Fjármagnsliðir hafi neikvæð áhrif á uppgjör en verðbólga og vextir séu heldur hærri en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun bæjarins. „Rekstur Kópavogsbæjar er áfram sterkur þrátt fyrir þráláta verðbólgu og háa vexti. Afkoman er 830 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri sé rúmlega 1,7 milljarður króna og endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur á fyrstu sex mánuðum ársins til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Heildarskuldir að undanskildum reiknuðum lífeyrisskuldbindingum eru að lækka um 120 milljónir króna þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Á föstu verðlagi eru heildarskuldir að lækka. Ráðist var í hagræðingaraðgerðir fyrr á árinu til að mæta kjarasamningum og munu þær skila sér af meiri þunga á síðari hluta ársins. Mikilvægt er að standa vörð um grunnþjónustu bæjarins og mun það takast með ábyrgri og góðri fjármálastjórn,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Mikil sveifla á A-hluta Samkvæmt uppgjörinu sé rekstrarniðurstaða A-hluta, þess hluta rekstursins sem rekinn er fyrir skattfé, jákvæð um 276 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2025 en áætlun hafi gert ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 304 milljónir króna. Í sögulegu samhengi falli 47 til 49 prósent af skatttekjum bæjarins til á fyrri helmingi ársins og 51 til 53 prósent á þeim seinni. Veltufé frá rekstri samstæðu sé rúmlega 1,7 milljarðar en framlegð samstæðu tæplega 4,1 milljarður á tímabilinu, eða 13,5 prósent af tekjum samstæðunnar, en 3,2 milljarðar og 10,7 prósent ef framlag til lífeyrisskuldbindinga er talið með sem breytilegur kostnaður. Vextir hærri og verðbólga meiri en gert var ráð fyrir Vextir séu hærri og verðbólga meiri en gert hefði verið ráð fyrir á fyrri hluta árs og innborganir á viðskiptakröfur hafi dregist meira en áætlað var. Því séu fjármagnsgjöld samstæðunnar 380 milljónum króna hærri en áætlað hafði verið. Á móti komi að bærinn hafi úthlutað byggingarlóðum á árinu 2025 og tekið sé tillit til þess í uppgjörinu. Lóðagjöld að fjárhæð 1,3 milljarðar króna séu tekjufærð en það sé tekjufærsla vegna úthlutaðra lóða þar sem búið er að þinglýsa lóðaleigusamningum og lóðin þar með komin á nafn nýs lóðarhafa. Heildarskuldir lækka Stofnfjárfestingar á tímabilinu hafi verið um 4,4 milljarðar og þar muni mestu um byggingu nýs Barnaskóla Kársness, sem hafi tekið til starfa í upphafi vikunnar. Heildarskuldir samstæðunnar hækki um 314 milljónir króna á tímabilinu, en þar af hækki reiknuð lífeyrisskuldbinding um rúmar 430 milljónir króna. Heildarskuldir samstæðunnar séu því að lækka á föstu verðlagi. Árshlutareikningurinn sem nær yfir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 sé óendurskoðaður og ókannaður en gerður í samræmi við lög og reglugerðir, en þó þannig að ekki séu samdar sérstakar skýringar við hann aðrar en samandregin greinargerð. Árshlutareikningurinn sé notaður til að kanna hvernig rekstur hafi þróast á árinu og hann myndi grunn að útkomuspá bæjarins fyrir árið 2025, sem sé grunnur að fjárhagsáætlun næsta árs.
Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira