Ríkið er líka vinnuveitandi Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú!
Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar