Ríkið er líka vinnuveitandi Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00 Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú!
Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun