Ríkið er líka vinnuveitandi Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú!
Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar