Leiðbeinandi eftirlit eða refsivöndur? skjóðan skrifar 22. apríl 2015 11:45 Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira