Barack og Hillary Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2015 07:00 Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun