Sama aðgengi, sameiginleg réttindi, líka fyrir ömmur Ellen Calmon skrifar 16. apríl 2015 07:00 Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun