Forsetinn verði fátæk eða fötluð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar