Forsetinn verði fátæk eða fötluð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nei, ég ætla ekki í framboð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur gengið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auðmjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekkert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki forseta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðargluggum. Forseta sem er ekki „frambærilega forsetaefnið“ sem forréttindafólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fáránlegt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðissafn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og samræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að gerast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar