Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið Hafsteinn Freyr Hafsteinsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun