Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun