Óður til verkamanna Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. mars 2015 09:30 Ný lína Orra Finn kallast Verkfæri. Jónatan Grétarsson Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum. HönnunarMars Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira