Lífið

Þúsund Hönnunarmarsipankubbar seldir

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Kubbarnir góðu, sem slegist er um.
Kubbarnir góðu, sem slegist er um.
Aðdáendur Hönnunarmarsipansins geta farið að setja sig í stellingar, því framleiðsla á því fer á fullt á næstunni. „Mér sýnist á öllu að við séum búnar að selja um þúsund kubba síðan við byrjuðum, hvorki meira né minna,“ segir Rán Flygenring myndlistarkona.

HÖNNUÐURINN Rán Flygenring er einn hönnuða hönnunarmarsipansins.
Hún ásamt Örnu Rut Þorleifsdóttur vöruhönnuði hafa gert og selt Hönnunarmarsipan í tengslum við Hönnunarmars síðan 2010, fyrir utan eitt ár, þar sem af óviðráðanlegum ástæðum var ekki hægt að framleiða. Misjafnt er hvort fólk safni kubbunum eða gæði sér á þeim.

„Þetta hefur alltaf rokið út og seldist upp áður en HönnunarMars lauk í fyrra. Í apríl fannst einn kubbur í verslun í bænum og mér skilst að það hafi verið slegist um hann,“ segir Rán.

Liturinn á kubbnum í ár er enn leyndarmál. „Við vinnum þetta í samstarfi við Kólus og það er ekki hægt að nota alla liti í marsipanið þannig að þetta veltur svolítið á því,“ segir Rán en liturinn verður opinberaður í byrjun marsmánaðar. 

„Þetta er í fjórða skiptið sem við gerum þetta og eftirspurnin verður alltaf meiri, en við reiknum með að gera um fjögur hundruð kubba í ár,“ segir hún.


Tengdar fréttir

HönnunarMars í sjöunda sinn

Sara Jónsdóttir er verkefnastjóri HönnunarMars. Undirbúningur er í fullum gangi og munu spennandi nöfn mæta bæði á fyrirlestradag hátíðarinnar DesignTalks og á kaupstefnuna DesignMatch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×