WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti jón hákon halldórsson skrifar 19. febrúar 2015 09:45 Forstjórinn WOW air mun hefja flug til Bandaríkjanna í mars. fréttablaðið/anton Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. Í tilkynningu sem WOW sendi á dögunum kemur fram að listaverð vélanna er 110 milljónir dollara, eða rétt innan við fimmtán milljarða króna, fyrir hvora vél. Ljóst er að fjárfestingin mun setja svip á reikninga WOW air því samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 nam eigið fé og skuldir félagsins í lok þess árs 2,98 milljörðum króna. „Þetta er stór fjárfesting sem styrkir okkur til muna,“ segir Skúli. Skúli segir að vélarnar séu fengnar með kaupleigu til tólf ára þannig að fyrirtækið muni eignast vélarnar á þeim tíma. „Lykillinn að þessu er að við gengum inn í mun stærri samning á mjög hagstæðum kjörum og það er það sem gerir okkur kleift að fjármagna þessar vélar með þessum hætti,“ segir hann. Vélarnar verða notaðar í flugi til Boston og Washington en síðan líka til Evrópu. Skúli segir að það standi svo til að stækka leiðakerfi WOW air. „Ég hef orðið var við að það eru einhverjir að gera lítið úr þessum kaupum, að þetta séu ekki nýjar vélar. Þetta eru glænýjar vélar beint úr kassanum og þeim hefur ekki verið flogið áður, þó að þær hafi verið á leiðinni til Rússlands,“ segir Skúli. Hingað til hefur WOW air verið með vélar á leigu. „Núna erum við búin að festa okkur í sessi og þá líður mér betur með að gera langtímafjárfestingar sem flugvélakaup eru vissulega. Þá er mun hagstæðara svo lengi sem þú getur fengið réttu flugvélarnar á réttum kjörum og á hagstæðari fjármögnun að kaupa þær en að leigja til lengri tíma,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira