Ísland og þróunarmarkmið SÞ Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun