Listin og tjáningarfrelsið Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun