Hinn fullkomni skortur á framtíðarsýn Bolli Héðinsson skrifar 19. janúar 2015 09:45 Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar