Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2015 08:30 Svavar Pétur Eysteinsson ætlar að reyna að vera búinn að framleiða smá Sveitasnakk svo fólk geti sett slíkt í skál þegar Eurovision er sýnt í sjónvarpinu. Vísir/GVA „Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði. Eurovision Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði.
Eurovision Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira