Náttúruverndargjald í stað náttúrupassa Ólafur Hauksson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun