Náttúruverndargjald í stað náttúrupassa Ólafur Hauksson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun