Ekki lama RÚV Björg Eva Erlendsdóttir og Friðrik Rafnsson og Mörður Árnason skrifa 10. desember 2015 07:00 Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar